Vatnsmýrarvillan

Ég lagđist í rannsóknarvinnu og las mér til um verkefniđ Nýr Landspítali á vef ţess. Niđurstađan: Ákvörđun um Hringbraut er tekin 2002, á veikum forsendum og aldrei endurskođuđ.

Ég tek undir spádóma ađ í framtíđinni, ef byggt verđur á Hringbraut, verđi bygging LSH viđ Hringbraut skólabókardćmi um svokallađa "sunk cost fallacy" villu og verđur kölluđ Vatnsmýrarvillan (sjá nánar neđar).

Forsenda: Allar skýrslur sem unnar hafa veriđ um verkefniđ séu á vef ţess.

Svo virđist sem ákvörđun um stađarvaliđ ţ.e. Hringbraut hafi veriđ tekin strax áriđ 2002 eftir mat á ađeins ţremur kostum ţ.e. Hringbraut, Fossvogur og Vífilstađir í skýrslu erlendra ráđgjafa. Ţeir meta bara kosti og galla en taka ekki ákvörđun.

Skv. skýrslunni er ákvörđun sérstakrar nefndar um ađ velja Hringbraut tekin áriđ 2002 og byggt á forsendum sem eru mjög veikar. Í megindráttum tvćr forsendur en um forsendur má lesa á bls. 15 í skýrslunni;

1) nálćgđ viđ HÍ og

2) styrking miđborgar.

Ekkert virđist hafa veriđ tekiđ tillit til búsetu á höfuđborgarsvćđinu og búsetu starfsmanna, ferđatíma til og frá Hringbraut m.v. ađra kosti, o.s.frv. Ţó má lesa úr mati ráđgjafa á fyrrgreindum ţremur kostum ađ Fossvogur vćri bestur ţegar kemur ađ stađsetningu miđađ viđ búsetu sbr. mat á kostum á bls. 19 - 25. Ekkert tillit er tekiđ til ţeirrar ráđgjafar. Í dag búa yfir 70% íbúa og yfir 70% af 5000 starfsmönnum LSH austan póstnúmers 104 međ Mosfellsbć auk Kópavogs, Garđabćjar og Hafnarfjarđar. Hringbraut er í ţessu ljósi í andstöđu viđ samgöngumarkmiđ Reykjavíkurborgar.

Ađ mínu viti kemur Fossvogur best út úr ţessu mati erlendu ráđgjafanna. Valnefndin velur hinsvegar Hringbraut eins og áđur segir. Ekkert mat er lagt á ađra kosti eins og Elliđaárvog, Keldnaholt eđa Sogamýri sem eru jafnvel betri kostir en Fossvogur.

Ég hvet alla til ađ lesa skýrsluna og sérstaklega ţessar bls. sem ég vitna í. Aldrei virđist stađarvaliđ hafa veriđ endurmetiđ síđan 2002 en hér er listi á vef verkefnisins yfir allar skýrslur sem gerđar hafa veriđ.

Ţá veltir mađur fyrir sér hvers vegna haldiđ er áfram međ svo galiđ stađarval eins og raun ber vitni. Í morgun sá ég á bloggi hjá Ágústi H. Bjarnasyni ágćtis skýringu á ţví og sem ţar er kallađ Vatnsmýrarvillan en um ţađ má lesa hér.

Ţar kemur m.a. ţetta fram:

"...The term ... has been used to describe the phenomenon where people justify increased investment in a decision, based on the cumulative prior investment, despite new evidence suggesting that the cost, starting today, of continuing the decision outweighs the expected benefit. Such investment may include money, time, or even — in the case of military strategy — human lives. The phenomenon and the sentiment underlying it are reflected in such proverbial images as "Throwing good money after bad", "In for a dime, in for a dollar", or "In for a penny, in for a pound". The term is also used to describe poor decision-making in business, politics, and gambling."

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vatnsmýrarvillan er gott heiti yfir ţann misskilning ađ nafli Íslands sé viđ Reykjavíkurtjörn. 

Ţannig var ţađ ađ vísu fyrir 75 árum, en ţá voru samgöngur ţannig, ađ fólk kom til landsins frá útlöndum í Reykjavíkurhöfn, dönsku kóngarnir og Nóbelskáldiđ ţar á međal eđa siglandi úr strandsiglingum eđa ofan af Skaga og úr Borgarnesi. 

Reykjavíkurhöfn var eina almennilega höfnin á landinu og nćr allur innfluttur varningur koma ţar á land. 

En síđan ţatta var hefur ţungamiöja íbúđabyggđar á höfuđborgarsvćđinu flust hćgt og bítandi í austurátt ađ stćrstu krossgötum landsins, sem eru í og viđ Elliđaárdal. 

Og ţungamiđja atvinnustarfsemi, verslunar og ţjónustu hefur líka flust og er komin austur fyrir Kringlumýrarbraut. 

Vatnsmýrarvillan hefur međal annars leitt af sér ţá ţráhyggju ađ flugvöllurinn taki dýrmćtt svćđi í miđborg Reykjavíkur. 

Ţađ gerđi hann fyrir 75 árum, en nú er hann um 4 kílómetra fyrir vestan ţungamiđjuna sem heldur áfram ađ skríđa í austurátt. 

Ţađ verđur ákaflega lítil uppbygging samfara skrímslinu sem á ađ rísa viđ Hringbraut. Sjúklingar eru ekki mikiđ á ferđinni um göturnar og ţeir sem heimsćkja ţá eđa fara í önnur erindi á spítalann eru í ákaflega einhćfum erindagerđum. 

Vitna ađ öđru leyti í blogg mit í gćr um ţetta mál. 

Fyrir 15 árum hefđi veriđ upplagt ađ reisa sjúkrahúsiđ í Fossvogi ţví ađ ađeins eitt spítalahús var ţá ţar en nokkur ósamstćđ hús á spítalalóđinni viđ Hringbraut og "bútasaumur" eins og til dćmis í Ţrándheimi, er víti til varnađar. 

En nú er búiđ ađ byggja svo mikiđ í Fossvoginum ađ sá kostur er úr sögunni. 

Ómar Ragnarsson, 3.4.2015 kl. 17:09

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sameining borgarspítala og landsspítala finnst mér rugla ţetta mál svolítiđ. Ţar sem menn ganga út frá ţví ađ nýr spítali eigi ađ vera spítali allra landsmanna og ţjóna jafnframt sem local spítali fyrir höfuđborgina gerir ţađ ađ verkum ađ stađarvaliđ er erfitt. Sem "borgarspítali" ćtti stađarvaliđ ađ vera miđsvćđis í borginni en sem "landsspítali" ţarf nálćgđ viđ flugvöll og háskólasetur ađ vera skilyrđi. Hugsanlega vćri réttast ef ţađ er ennţá hćgt ađ skilja af ađ nýju spítalana ţannig ađ Reykjavík vćri međ spítala sem ţjónađi eingöngu svćđinu. Ţessi spítali ţyrfti alls ekki ađ vera Hátćknisjúkrahús heldur vera rétt eins og ađrir spítalar úti á landi - á Sauđárkróki, Akureyri, Ísafirđi og annars stađar. En Hátćknisjúkrahús ćtti síđan ađ vera spítali allra Landsmanna- spítali sem vćri búinn öllum nútíma tćknibúnađi og fćrustu sérfrćđingum og hafa ţađ hlutverk ađ sinna erfiđustu verkefnunum sem litlu spítalararnir réđu ekki viđ. Stađarval ţess spítala ţarf ađ vera í námunda viđ flugvöll og Háskólaseturs en "borgarspítalans " ekki. Ef viđ erum ađ hugsa um kosnađ vegna ţessa má benda á ađ byggja ţarf stćrra Hátćknisjúkrahús ef Local ţjónusta viđ höfuđborgarbúa yrđi innifalin. Ég tel ţađ líka algjöra vitleysu sem Páll Mattíasson bendir á ađ nýta megi byggingar sem eru í grennd viđ Hringbrautina međ nýju sjúkrahúsi. Ţessar byggingar eru barn síns tíma og henta eflaust illa fyrir ţá starfsemi sem nú er. Réttast vćri ađ mínu mati ađ gera ráđ fyrir ţeirri starfsemi sem fyrir er í ţessu húsnćđi innan nýrrar spítalabyggingar og selja ţessar gömlu upp í byggingarkostnađ nýs.

Jósef Smári Ásmundsson, 4.4.2015 kl. 09:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband