Erindi til Alţingis um etanól bíla - mars 2007

Reykjavík, 15. mars. 2007

Alţingi

Nefndasviđ

Austurstrćti 8-10

150 Reykjavík

Efni: Umsögn um Ţskj. 1069 - 686 mál. Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutćkjum, eldsneyti o.fl., međ síđari breytingum.

Berist til efnahags- og viđskiptanefndar:

Ţann 6. desember síđastliđinn var gerđ breyting, sbr. ţskj. 390 - 359 mál, á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutćkjum, eldsneyti o.fl. Undirritađur, Egill Jóhannsson framkvćmdastjóri Brimborgar, fyrir hönd fyrirtćkisins sendi inn umsögn um ţađ frumvarp. Nú er aftur til međferđar hjá Alţingi frumvarp til breytinga á sömu lögum sbr. ţskj. 1069 - 686 mál og felur frumvarpiđ í sér ađ fella niđur vörugjöld alfariđ af metangasbílum.

Ég vil fyrir hönd Brimborgar koma međ ábendingu varđandi frumvarpiđ og um leiđ tillögu ađ frekari breytingu:

Ein tegund tvíorkubíla hefur veriđ ađ ryđja sér til rúms undanfarin ár erlendis en er ekki tilgreind í umrćddum lögum. Ţađ eru bílar sem ganga fyrir etanóli/bensíni. Venjulega er um ađ rćđa etanól ađ 85 hlutum og bensín ađ 15 hlutum og gengur ţađ ţá undir nafninu E85 og er losun gróđurhúsalofttegunda hverfandi viđ notkun. Hćgt er ađ blanda ţetta í öđrum hlutföllum, hvort sem er meira eđa minna, en algengast er E85 í Evrópu og Bandaríkjunum.

Ţađ eru tveir stórir kostir sem ţessir bílar hafa umfram ţá tvíorkubíla sem ganga fyrir metani, vetni og rafmagni en ţeir eru:

  • - Í fyrsta lagi nýta ţeir núverandi vélartćkni í bílum ađ mestu leiti (međ sáralitlum breytingum ef notađ er 85% etanól) og ţess vegna er lítiđ um tćknileg vandamál viđ notkun eins og ţekkist í öđrum tvíorkubílum.
  • - Í öđru lagi er mjög auđvelt ađ nýta núverandi dreifikerfi fyrir jarđeldsneyti eins og gert hefur veriđ í Svíţjóđ og Bandaríkjunum en helsti ókostur annarra tvíorkubíla t.d. metanbíla og vetnisbíla er sá ađ setja ţarf upp algerlega nýtt dreifikerfi fyrir eldsneytiđ.

Í lögunum og frumvarpinu er talađ um ađ ökutćkin skuli ađ verulegu eđa öllu leyti nýta óhefđbundna orkugjafa til ađ uppfylla skilyrđi um lćkkun vörugjalda um kr. 240.000 t.d. metangas, rafmagn eđa vetni í stađ bensíns eđa dísilolíu sem orkugjafa. Ţegar Efnahags- og viđskiptanefnd fjallađi um erindi mitt í desember varđandi etanól bíla ţá gerđi nefndin ţá athugasemd ađ ţeir bílar nýttu ekki óhefđbundna orkugjafa ađ verulegu leiti eins og tvíorkubílar sem nota metan, rafmagn eđa vetni. Ţarna er augljóstlega á ferđ misskilningur varđandi muninn á metan, rafmagns og vetnis tvíorkubílum annarsvegar og etanól tvíorkubílum hinsvegar.

Í ţessu samhengi er rétt ađ benda á ađ ávallt ţegar um tvíorkubíla, eins og felst í orđinu, er ađ rćđa ţá er val um notkun á hefđbundna orkugjafanum eđa hinum óhefđbundna. Annađhvort međ ţví ađ ökumađurinn velur orkugjafann eđa aksturslag ökumannssins ákvarđar hvađa orkugjafi er notađur og er í sjálfu sér engin trygging fyrir ţví ađ notandinn nýti hinn óhefđbundna orkugjafa. Hvađ ţetta atriđi varđar er jafnt á komiđ međ öllum hinum óhefđbundnu orkugjöfum ef um er ađ rćđa tvíorkubíla.

Undirritađur mćlir ţví međ ađ tvíorkubifreiđar sem ganga fyrir etanoli og bensíni fái sambćrilega lćkkun gjalda, ţ.e. um kr. 240.000, og bifreiđar međ metangasi, vetni eđa rafmagni. Rökin eru ţau ađ bifreiđar knúnar etanoli uppfylla markmiđ umrćddrar greinar ofangreindra laga jafnvel, ef ekki betur, en ţćr eldsneytisgerđir sem nú ţegar njóta lćgri gjalda.

Mikil aukning hefur orđiđ á ţessu ári í sölu og notkun bifreiđa knúna ţessu eldsneyti t.d. í Svíţjóđ, Bandaríkjunum og Bretlandi og ESB mćlir sérstaklega međ aukningu á notkun ţessháttar bíla til ađ draga úr losun gróđurhúsalofttegunda. Ástćđan er sú ađ ţetta eldsneyti er hćgt ađ nota međ tiltölulega litlum breytingum á vélum og uppfyllir ţví jafnvel, ef ekki betur, markmiđin í núverandi frumvarpi um ađ tvíorkubílar séu nauđsynlegt skref til ađ brúa bil ţangađ til dreifikerfi orkugjafa hefur veriđ ađlagađ ađ nýjum orkugjöfum. Ţess má geta ađ yfirvöld og sveitarfélög í Svíţjóđ veita ýmsar ívilnanir fyrir ţá sem aka um á bílum knúnum etanóli.

Í stefnu ESB sem nýlega var samţykkt verđur fjölgun etanólbíla ein af fjölmörgum ađgerđum til ađ draga úr mengun enda fljótvirk og ţjóđhagslega hagkvćm leiđ. Ţessi gerđ bíla er ţegar í framleiđslu og ţegar í sölu hjá fjölmörgum bílaframleiđendum, ólíkt metan, vetnis eđa rafmagnsbílum, og ţví er ţetta raunhćfur kostur í baráttunni viđ gróđurhúsalofttegundir.

Úrdráttur úr frétt ţann 10. febrúar 2006 frá Ford Motor Company lýsir stöđunni nokkuđ vel.

"Latest figures have revealed that more than 17,000 Ford Focus and Focus C-MAX Flexi-Fuel models have been sold in Sweden, which, in 2001, became the first European country to introduce FFVs (Flexi-Fuel vehicles).

This accounts for 80 per cent of all Focus sales in Sweden. And demonstrating a real shift in thinking, nearly 40 per cent of all Ford sales in Sweden now are FFVs.
Following this success in Sweden, Ford Focus Flexi-Fuel and Focus C-MAX Flexi-Fuel models are now on sale in Germany, the UK and the Netherlands. The Focus Flexi-Fuel is also available in Austria and Ireland, and ready to be sold in France. Other countries are expected to follow.

FFVs are part of Ford's broad portfolio of environmentally advanced vehicle technologies and its commitment to develop and offer them as an affordable alternative for our customers."

FFV=Flexi Fuel Vehicles

Eins og áđur segir eru ekki til stađar miklar tćknilegar hindranir viđ nýtingu ţessa orkugjafa og lćkkun gjalda á bílum af ţessu tagi gćti gefiđ hugmyndum um framleiđslu á etanóli hér á landi byr undir vćngi. Innflutningur á etanóli vćri auđveldur og gćti skapađ aukna samkeppni viđ innflutning á jarđeldsneyti eins og bensíni eđa dísilolíu. Einnig er notkun bíla af ţessu tagi í samrćmi viđ rammasamning Sameinuđu Ţjóđanna um loftslagsbreytingar og gćti stutt stefnu stjórnvalda í ađ auka hlut innlendra orkugjafa ţví líklegt verđur ađ telja ađ hćgt verđi ađ framleiđa etanól hér á landi.

Virđingarfyllst

Brimborg ehf.

Egill Jóhannsson, framkvćmdastjóri


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband