Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2010

Reykjavíkurborg kćrđ fyrir valdníđslu, brot á jafnrćđisreglu og ađ breyta lóđaskilareglum afturvirkt

Ţađ má segja ađ Reykjavíkurborg sé eins og fjárfestingabankar í Bandaríkjunum og hafi tekiđ stöđu gegn viđskiptavinum sínum - fjölskyldum og fyrirtćkjum í borginni - međ valdníđslu, broti á jafnrćđisreglu stjórnsýslulaga og međ ţví ađ breyta reglum um lóđaskil afturvirkt. Subbuleg vinnubrögđ svo ekki sé meira sagt.

Í frétt á RÚV í kvöld var fjallađ um máliđ:

Fréttin er svona: Brimborg kćrir Reykjavíkurborg til umbođsmanns Alţingis á morgun fyrir stjórnsýslulagabrot, valdníđslu og fyrir ađ breyta lögum um lóđarskil afturvirkt.

Brimborg keypti lóđ af Reykjavíkurborg áriđ 2005 fyrir 113 milljónir króna. Fyrirtćkiđ sótti um ađ skila lóđinni eftir bankahruniđ, en borgin hafđi í millitíđinni breytt reglum um lóđarskil afturvirkt og neitađi ađ taka viđ lóđinni, en fram ađ ţví var heimilt ađ skila lóđum á föstu verđlagi.

Brimborg kćrđi máliđ til sveitarstjórnarráđuneytisins sem úrskurđađi ađ borginni bćri ađ taka viđ lóđinni, og síđan hafa nokkrir sambćrilegir úrskurđir falliđ hjá ráđuneytinu. Borgin neitar enn ađ taka viđ lóđinni og en 16. desember féll dómur í sambćrilegu máli borginni í vil, en réttaróvissa ríkir um skilarétt lóđarhafa atvinnulóđa.

Borgarstjóri sagđi í sjónvarpsfréttum RÚV í apríl ađ ţađ myndi kosta borgina hátt í fimm milljarđa króna ađ taka viđ öllum lóđum sem einstaklingar og fyrirtćki vilji skila, sem gćti leitt til skerđingar á grunnţjónustu.

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir ađ borgin hafi notađ ţessa peninga fyrirtćkisins vaxtalaust. Svar hafi fengist viđ fyrirspurn til borgarlögmanns sem stađfesti ađ ekki hafi nema sex lóđarhafar fengiđ synjun, alls upp á 1,1 milljarđ króna. Hann veltir ţví fyrir sér hvort borgarstjóri sé ađ ýkja tölurnar til ađ réttlćta ţessa málsmeđferđ.

Brimborg hyggst kćra Reykjavíkurborg til umbođsmanns Alţingis á morgun vegna málsins, fyrir brot á stjórnsýslulögum, valdníđslu og fyrir ađ breyta reglum um lóđarskilin. Egill segir ţetta jafngilda ţeim vandamálum sem ollu bankahruninu. Stjórnsýslan virki ekki og kćruleiđirnar ekki heldur. 

Athugasemd borgarlögmanns: Vegna fréttarinnar vill borgarlögmađur árétta ađ sá rúmi milljarđur sem forstjóri Brimborgar vísađi til í fréttinni er ađeins vegna hluta ţeirra lóđa sem ágreiningur er um.

Athugasemdin sem borgarlögmađur kom á framfćri eftir ađ fréttin var flutt er merkileg ţví samkvćmt hennar eigin, skriflega, svari viđ fyrirspurn frá okkur sem Brimborg hefur undir höndum ţá tekur borgarlögmađur sérstaklega fram ađ ekki sé nema um 6 atvinnuhúsalóđir sem óskađ hafi veriđ eftir skilum á og hljóđar upphćđin samtals um 1,1 milljarđi.

Hún tekur sérstaklega fram í ţví svari ađ ekki hafi veriđ tekiđ saman yfirlit yfir önnur skil ţ.e. fjölda lóđa og upphćđir. Ţetta skriflega svar borgarlögmanns er frá 29. mars 2010 en ađeins 16 dögum áđur, 13. mars 2010, sagđi borgarstjóri ađ um vćri ađ rćđa 28 lóđir og 5 milljarđa. Hvort er rétt, kćri borgarlögmađur og ef ţađ er rétt hjá ţér ađ ađeins sé um hluta af lóđunum ađ rćđa, hvers vegna kom ţađ ekki fram í svari ţínu til okkar?

Borgarlögmađur er í raun ađ gera athugasemd viđ eigiđ svar um fjölda lóđa og upphćđ ţeirra sem óskađ hefur veriđ eftir skilum á.


mbl.is Tók stöđu gegn viđskiptavinum sínum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samskiptaregla stjórnmálamanna. Á fjögurra ára fresti eđa mánudaga milli 13.30 og hálftvö

Ég fékk miđa inn um bréfalúguna frá Sjálfstćđismönnum í borginni sem segir ađ ţeir verđi á ferđinni í hverfinu á nćstu dögum, vilji hitta sem flesta og heyra hugmyndir um hvernig viđ getum gert borgina betri.

Í 18 mánuđi hef ég reynt ađ ná sambandi viđ ţá til ađ benda ţeim á ađ borgin verđi betri ef ţeir virđi jafnrćđisreglu stjórnsýslulaga. Ţeir hafa skellt skollaeyrum viđ erindum mínum í 18 mánuđi en núna vilja ţeir koma heim til mín. Vá, ég segi nú ekki annađ.

Getur veriđ ađ ástćđan fyrir ţessum skyndilega áhuga á samskiptum viđ mig sé hin svokallađa fjögurra ára samskiptaregla ţ.e. stjórnmálamenn fái ómennskan áhuga á samskiptum viđ vćntanlega kjósendur á fjögurra ára fresti en ţessi á milli bjóđi ţeir upp á viđtalstíma á mánudögum milli kl. 13:30 og hálftvö?


mbl.is Geimverur geta veriđ varhugaverđar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Markađsherferđ um Ísland í gang strax í goslok

Ţađ er alkunna í heimi markađsfrćđinnar ađ auglýsingaeftirtekt eykst eftir ţví sem málefniđ er manni skyldara. Milljónir manna hafa nú persónulega tengingu viđ gosiđ í Eyjafjallajökli. Ţetta ţarf Ísland ađ nýta sér ţegar gosinu í Eyjafjallajökli lýkur eđa nćr dregur goslokum og dregur úr neikvćđum áhrifum ţess.

Ţó gosiđ sem slíkt sé alvarlegur atburđur ţá hefur ţađ svo sannarlega komiđ Íslandi á kortiđ, í bókstaflegri merkingu, í hugum útlendinga. Gosiđ hefur gert ţađ ađ verkum ađ nánast allir vita hvar á landakortinu Ísland er. Ţađ var ekki sjálfsagt áđur. Ótrúlega margir útlendingar muna enn eftir Surtsey og Heimaey svo dćmi sé tekiđ.

Gosiđ hefur einnig styrkt náttúruímynd Íslands og um leiđ gefur gosiđ okkur gífurlega mikla möguleika á kynnningu útfrá hinum ýmsu sjónarhornum. Tćkifćriđ er einstakt til ađ tryggja ađ jákvćđar minningar sitji eftir í hugum útlendinga í kjölfar gosloka en ekki bara neikvćđar og um leiđ ađ nýta okkur ţađ ađ Ísland er ofarlega í huga heimsins.

Ţađ er ţví mikilvćgt ađ stofnanir ríkisins á ţessu sviđi í samvinnu viđ einkageirann leggist í heljarmikiđ landkynningarátak strax eftir goslok sem ţarf ađ standa yfir nćstu tvö árin. Undirbúning ţarf ađ hefja strax svo allt sé tilbúiđ ţegar goslok nálgast. Nú er tćkifćriđ.


mbl.is Gosmökkurinn rís enn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ESB er ekki lausn á krísu Íslendinga. Krísa Grikkja sannar ađ íslenska tiltektin ţarf ađ gerast ađ okkar eigin frumkvćđi.

Morgan Stanley spáir hugsanlegri sundurlimun ESB samkvćmt frétt Bloomberg http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aSOZqbjxwdxI&pos=5 "Greece's excessive borrowing subsequently engulfed the country in a debt crisis that Morgan Stanley this week said may lead to the breakup of the euro region. "

Olli Rehn fyrrum stćkkunarstjóri, nú framkvćmdastjóri efnahags- og gjaldeyrismála, hefur fyrirskipađ ítarlega rannsókn á samningi grískra stjórnvalda viđ Goldman Sachs áriđ 2002 sem gerđi ţeim fyrrnefndu kleift ađ fela fjárlagahalla gríska ríkisins um árabil.

Ţetta svindl Grikkja er mjög áhugavert í ljósi ţess ađ íslenskir ESB sinnar hafa talađ mjög um mikilvćgi ţess ađ Íslendingar gangi í ESB ţví ţá gangist ţeir undir ţann mikla aga (sic) sem ríkir innan sambandsins og losni ţannig undan spilltum og vanhćfum íslenskum stjórnmálamönnum. Rök sem halda ekki vatni ţegar horft er til Grikklands og fleiri landa ESB.

Lausnin á spilltu og vanhćfu íslensku stjórnkerfi er auđvitađ ekki innganga í ESB. Ef innganga er lausn á einhverju ţá má hún ekki vera á dagskrá fyrr en viđ Íslendingar erum BÚNIR ađ taka til heima hjá okkur.

Lausnin á grundvallar vanda okkar Íslendinga er uppstokkun á stjórnskipulagi okkar ţannig ađ meira ađhald ríki t.d. međ meiri og reglulegri ađkomu almennings í gegnum ţjóđaratkvćđagreiđslur en einnig skilvirkari ađgreiningu valdsins, öflugri ţingnefndum, persónukjöri í ţingkosningum og janfnvel reglulegum rannsóknarnefndum sem hćgt vćri ađ virkja međ ţví ađ minnihluti ţings, t.d. 1/3, óskađi eftir rannsókn á tilteknu máli.

Ţessar breytingar og margar ađrar eru nauđsynlegar til ađ gera Ísland betra en til ţess ţarf ađ breyta stjórnarskránni.

Tiltektin í rústum íslenska stjórnskipulagsins verđur ađ gerast hér á landi ÁĐUR en viđ hugleiđum einu sinni ţann möguleika ađ ganga í ESB eins og krísa Grikkja sýnir svo skýrt. Ţađ er engin lausn ađ ganga í ESB međ ónýtt stjórnskipulag sem elur af sér vanhćfa stjórnmálamenn sem sjúga munu sig fasta á spena ESB bjúrókratsins og sífellt fjarlćgjast almenning á Íslandi međ reglulegum Saga class flugferđum til Brussel, höfuđborgar kjötkatlanna.

Einbeitum okkur ađ ţví ađ taka til í íslensku samfélagi og byrjum á ađ treysta grundvöllinn međ nýrri stjórnarskrá. Bíđum ekki eftir stjórnmálamönnunum ţví ţađ er ekki í eđli ţeirra ađ hafa frumkvćđi ađ ţví ađ draga úr eigin völdum. Uppruni valdsins er hjá fólkinu og viđ eigum ađ skrifa leikreglurnar fyrir stjórnmálamenn framtíđarinnar.

Á mjög áhugaverđum vinnufundi áhugamanna um bćtt stjórnskipulag í gćr var gerđ tilraun, međ svokölluđu Ţjóđfundafyrirkomulagi, til ađ kalla saman fólk úr öllum áttum til ađ móta hugmyndir um hvađ ćtti heima í nýrri stjórnarskrá. Rúmlega 40 manns mćttu međ nánast engum fyrirvara (4 daga fyrirvari) og sýndu í verki ađ ţetta er hćgt og ađ áhuginn og getan er til stađar í samfélaginu.

Niđurstöđur ţessa tilraunafundar verđa birtar von bráđar á netinu en viđ erum ađ byrja ađ slá inn gögnunum. Ţess ber ađ geta ađ örfáir einstaklingar sáu um skipulagningu og kostnađurinn var enginn. Öll vinna ţátttakenda og lóđsa sem stjórnuđu hverju borđi var sjálfbođavinna.

Niđurstađa tilraunarinnar ađ mínu mati er sú ađ;

1. Ţetta er hćgt

2. Almenningur hefur á ţessu skođanir og getu til ađ leggja sitt af mörkum

3. Ţetta ţarf ekki ađ kosta hundruđir milljóna eins og stjórnmálamennirnir halda fram (sem er leiđ ţeirra til ađ kćfa máliđ)

4. Sérfrćđingar eru nauđsynlegir en mega alls ekki einoka máliđ og útiloka ađkomu almennings ađ vinnunni

5. Ţađ ţarf ađ gefa sér tíma í máliđ (einhverjir mánuđir) en ţó ekki draga ţađ ađ byrja

6. Stjórnmálin ţurfa ađ leggja sérhagsmunina til hliđar og treysta ţjóđinni ađ leysa ţetta mál


Fjórflokkurinn ađ hrynja. Siđbótarkrafan ađ ná í gegn

Fjórflokkurinn er nú á hröđu undanhaldi 18 mánuđum eftir Hruniđ í kjölfar óbćrilegs ţrýstings frá grasrótinni sem hefur krafist siđbótar. Stjórnmálaelítan, sem hefur átt allt sitt undir gjörspilltu fjórflokkakerfinu, er loksins ađ gefast upp eftir 18 mánađa mótţróa.

Nú er máliđ ađ reka flóttann.

Ég kom af mjög góđum fundi áđan ţar sem 40 manna hópur fólks úr öllum áttum kom saman í fimm klukkustundir til ađ rćđa grundvöll ađ nýrri stjórnarskrá og beitti til ţess ađferđ Ţjóđfundarins.

Um var ađ rćđa tilraun til ađ beita ţessari ađferđ á stjórnarskrárverkefniđ og má segja ađ niđurstađan sé sú ađ ţetta er hćgt. Ţarna kom líka í ljós ađ ţađ er ótrúlega gaman ađ verja 5 klukkutímum í ađ rćđa stjórnarskránna.

Niđurstöđur ţessa tilraunafundar verđa birtar von bráđar á netinu en innsláttur gćti tekiđ einhverja daga. Vonandi mun ţessi hópur og ađrir hópar sem vinna ađ sama markmiđi halda áfram ađ beita stjórnvöld ţrýstingi um stjórnlagaţing ţar sem allt stjórnkerfi okkar verđi tekiđ til endurskođunar.

Ţađ má enginn skorast lengur undan ađ taka afstöđu, efast um gjörđir ráđa- og embćttismanna og gera kröfu til fjölmiđla um gagnrýna umfjöllun. Grasrótin má aldrei hćtta andófinu. Grasrótin má aldrei sofna á verđinum aftur.


mbl.is „Mér finnst ég hafa brugđist“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stefna leiđir skipulag. Ný stjórnarskrá leiđir nýtt stjórnskipulag.

Ţađ er eins međ fyrirtćki eins og samfélag ađ stefnan leiđir skipulagiđ. Ţannig er tryggt ađ ábyrgđ er skýr og verkefni og markmiđ hvers einstaklings í skipulaginu eru skýr. Ytra og innra eftirlit er síđan bćtt í jöfnuna til ađ tryggja ađ einstaklingarnir innan skipulagsins axli ábyrgđ sína, sinni verkefnum sínum og nái markmiđum á réttlátan og lögmćtan hátt.

Ekki svo flókiđ í raun og veru.

Starfsmenn og stjórnendur í fyrirtćkjum sem nýta sér ađferđir gćđastjórnunar međ virkum gćđastjórnunarkerfum skilja vel hvert ég er ađ fara međ fyrrgreindum orđum. Ţeir átta sig á ţví ađ eina leiđin til ađ stýra skipulagi á réttlátan og hagkvćman hátt er međ fyrrgreindum ađferđum.

Getur ţetta gilt um heilt samfélag? Já, auđvitađ. 

Stjórnarskráin okkar er stefnan - samfélagssáttmálinn. Stefna leiđir skipulag er lykilstetning og ţýđir ađ stjórnskipulagiđ ţarf ađ koma frá stefnunni. En hvađ fór ţá úrskeiđis hjá Íslendingum?

Jú, tvennt fór úrskeiđis.

Í fyrsta lagi hefur fjórflokkurinn breytt skipulaginu á mörgum sviđum í andstöđu viđ stjórnarskránna (stefnuna). Rannsóknarskýrslan afhjúpar ţetta međ skýrum hćtti en öll ţekkjum viđ dćmin og grófasta dćmiđ er yfirgangur framkvćmdavaldsins gagnvart löggjafarvaldinu.

Í öđru lagi hefur fjórflokkurinn stađiđ gegn breytingum á stjórnarskránni (stefnunni) en ţađ er almennt viđurkennt ađ hún var í raun aldrei kláruđ á sínum tíma og bíđa átti betri tíma. Nú eru liđin meira en 60 ár og lítiđ veriđ hróflađ viđ stjórnarskránni. Stefnan er gölluđ.

Í fyrirtćkjum sem stýrt er međ virku gćđastjórnunarkerfi eru stöđugar umbćtur lykilhugtak. Á ţví sviđi er pottur brotinn í íslenska stjórnskipulaginu og ţar er viđ stjórnmálin ađ sakast og ţađ skipulag sérhagsmuna sem ţau hafa innleitt ţvert á anda stjórnarskrárinnar (stefnunnar).

Sérhagsmunavandinn verđur alltaf til stađar ţví ţađ er í eđli hvers manns ađ skara eld ađ eigin köku. Sá vandi verđur ađeins leystur međ fyrrgreindum ađferđum og m.a. međ ţví ađ breyta hinu svokallađa "4ja ára fresti ađhaldinu" ţ.e. kosningum á 4 ára fresti í daglegt ađhald ţ.e. ađ stjórnmálamennirnir viti ađ borgararnir geti á hverjum tíma međ tiltölulega einföldum hćtti krafist ţjóđaratkvćđis um öll mál.

Ţađ verđur spennandi vinnufundur í dag (facebook upplýsingar hér http://www.facebook.com/event.php?eid=116554218358391&index=1) sem er opinn öllum og verđur markmiđ hans ađ gera tilraun međ ađ nota Ţjóđfundarfyrirkomulagiđ til ađ leggja grunninn ađ smíđi nýrrar stjórnarskrár međ innleggi frá sem flestum borgurum Íslands.

Fundurinn byrjar kl. 10 í dag, laugardag 17. apríl og lýkur kl. 15 og hćgt ađ skrá sig hér https://spreadsheets.google.com/viewform?formkey=dEtRSHVKaFhyQjRqVGxITTd6UmtFalE6MA og bara mćta. Ég ćtla ađ mćta. En ţú?


mbl.is Vilja ađ varaformađurinn víki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Á morgun. Opinn vinnufundur um nýja stjórnarskrá. Komdu líka.

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alţingis afhjúpar veikleika stjórnsýslunnar í víđum skilningi, stofnanir hennar, sjtórnmálamenn, stjórnmálaflokka, embćttismenn, o.s.frv. Lykillinn ađ breytingu til frambúđar er ekki ađ horfa á einstaklingana heldur horfa á skipulagiđ ţví ónýtt skipulag mun ávallt draga ađ sér óhćfa einstaklinga eđa skemma góđa einstaklinga.

Ţar leikur stjórnarskráin lykilhlutverk ţví hún mótar skipulagiđ.

Á morgun, laugardaginn 17. apríl, ćtla áhugamenn um nýja stjórnarskrá ađ halda opinn vinnufund í anda Ţjóđfundarins. Allir áhugamenn um nýja stjórnarskrá eru velkomnir og engan sérstakan undirbúning ţarf til ađ taka ţátt ţví ađferđafrćđi Ţjóđfundarins gefur öllum fćri á ađ vera međ.

Ţú skráir ţig hér https://spreadsheets.google.com/viewform?formkey=dEtRSHVKaFhyQjRqVGxITTd6UmtFalE6MA og bara mćtir á morgun í húsnćđi Menntasviđs HÍ viđ Stakkahliđ (áđur Kennaraháskóli Íslands).

Facebook síđan hér međ upplýsingum http://www.facebook.com/home.php?#!/event.php?eid=116554218358391&index=1

Um er ađ rćđa tilraun til ađ beita ţessari ađferđafrćđi og líklega verđur ţetta fyrsti fundur af mörgum án ţess ţó ađ menn séu skuldbundnir til ađ mćta á alla fundina. Viđ erum ađ vona ađ viđ fáum 40-50 manns um úr öllum áttum sem eiga ţađ sameiginlegt ađ hafa áhuga á grunnlögum ţess ţjóđfélags sem viđ viljum búa í.

Markmiđiđ međ fundinum er ađ draga fram ţá efnisflokka sem eiga ađ vera til umrćđu viđ gerđ nýrrar stjórnarskrár, hvađa kröfur á ađ gera til hennar og hvernig best er ađ haga ţeirri vinnu. Viđ lítum á ţennan fund einungis sem tilraun, nokkurskonar upphaf ađ stćrra ferli sem og vitundarvakningu um ţetta grundvallarmál sem snýr ađ okkur öllum.

Niđurstöđur fundarins verđa opnar öllum og geta nýst ţjóđinni til frekari vinnu viđ endurbćtur á stjórnarskrá Íslands.

Leiđbeiningar um mćtingu: Gengiđ er inn um ađal-inngang nýbyggingar viđ Háteigsveg og ţegar inn er komiđ er fariđ til hćgri inn langan gang uns komiđ er í matsal skólans, ţar sem fundurinn verđur haldinn.

Fundurinn hefst kl 10:00 laugardaginn 17. apríl, en húsiđ opnar 9:30. Fundi lýkur kl 15 og reiknađ er međ ađ gera hádegishlé um 12:30. Veitingar verđa til sölu af húsráđenda, en ţar sem ţessi fundur er algjörlega án allra styrkja, ţá getum viđ ţví miđur ekki bođiđ upp á fríar veitingar. Ţátttakendum er frjálst ađ hafa međ sér nesti. 


mbl.is Joly fagnar útgáfu skýrslunnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stjórnsýslan brást skjólstćđingi sínum - almenningi

Ég er steinhissa á ummćlum Ţorgerđar Katrínar Gunnarsdóttur um ađ stjórnsýslan hafi ekki valdiđ hruninu. Ţetta er háskaleg túlkun á skýrslu Rannsóknarnefndar Alţingis ţví niđurstađan er einmitt sú ađ;

1) stjórnsýslan brást međ ţví ađ ţróa ekki stjórnskipulag Íslands (endurbćtt stjórnarskrá) til ađ takast á viđ breytta tíma,

2) stjórnsýslan brást viđ einkavćđingu bankanna,

3) stjórnsýslan brást viđ eftirlitiđ međ bönkunum og

4) stjórnsýslan brást viđ ađ draga úr áfallinu ţegar ljóst var ađ hrun var óumflýjanlegt.

Ergó: Stjórnsýslan brást skjólstćđingi sínum - almenningi - međ ţví ađ verja almenning ekki fyrir uppgangi fjárglćframanna.

En viđ skulum ekki blekkja okkur á ţví ađ lausnin sé ađ skipta út verra fólki fyrir betra fólk ţví gott fólk sem gengur inn í vont skipulag verđur vanhćft fyrr en varir. Nýlegt dćmi er Vinstri grćnir sem tóku upp nákvćmlega sömu vinnubrögđin og ađrir međlimir fjórflokksins strax eftir kosningar.

Ţađ er skipulaginu sem ţarf ađ breyta - stjórnarskránni - ţar sem ţrískipting valdsins er raunveruleg og reglulegt ađhald er međ stjórnvöldum međ raunverulegum möguleikum á ţjóđaratkvćđagreiđslu um öll mál.


mbl.is „Skynjuđu ađ dansinum var ađ ljúka“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Dagurinn byrjar vel fyrir Ísland: Líkur á ţjóđargjaldţroti nú lćgri en fyrir Grikkland

Fyrsti vinnudagur í kjölfar páska byrjar vel fyrir Ísland hvađ varđar álit umheimsins á líkum á ţjóđargjaldţroti. Ísland, sem hefur vermt toppsćtin meira og minna eftir Hruniđ, er nú komiđ í 8 sćti og meiri líkur eru nú taldar á ţjóđargjaldţroti Grikklands en Íslands sbr. ţessa vefsíđu http://www.cmavision.com/market-data

Líkurnar fyrir Ísland eru 23,39% en 25,8% fyrir Grikkland. Til samanburđar er Venesúela međ líkur yfir 45% og Argentína yfir 43%. Ţetta eru auđvitađ ekki fallegar tölur en skref í rétta átt.


Erlent blogg og umrćđa um ótrúlegan vélsleđaakstur íslenskra vélsleđamanna

Ég rakst á umrćđu á vinsćlu erlendu bloggi um myndband um ótrúlegan vélsleđaakstur íslenskra vélsleđamanna. Ótrúlegt ađ sjá. Bloggiđ og athugasemdir viđ bloggiđ hér http://www.autoblog.com/2010/04/03/video-snowmobiles-iceland-and-70-foot-cliffs-you-guess-the-re/ og myndbandiđ hér ađ neđan.

Myndbandiđ má sjá hér http://www.youtube.com/watch?v=ggFgiNeVJKY&feature=player_embedded


mbl.is Vélsleđar fram af snjóhengju
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband