Bloggfćrslur mánađarins, október 2011

Metanólblöndun bensíns ađ hefjast. Gćti lćkkađ verđ um rúmar 3 krónur

Framleiđsla íslenska fyrirtćkisins Carbon Recycling International á metanóli sem eldsneyti fyrir bíla hefst í nóvember skv. frétt vb.is og verđur fyrsta skrefiđ ađ blanda bensín 3% međ metanóli.

Metanóliđ er framleitt úr koltvísýringi frá jarđavarmaorkuveri HS Orku í Svartsengi. Snilldin viđ ţetta verkefni er ađ verksmiđjan getur stađiđ viđ hliđ raforkuversins og keypt af ţví raforku og framleitt eldsneyti úr helstu neikvćđu afurđ orkuversins, koltvísýringi.

Metanóleldsneytiđ er á vökvaformi og ţví auđvelt í dreifingu enda hćgt ađ nota sömu dćlur og notađar eru í dag. Ţví ţarf litla sem enga fjárfestingu í nýju dreifikerfi eins og raunin er t.d. međ metangasiđ sem gríđarlega dýrt er ađ dreifa og ţví hefur kostnađinum veriđ dreift á skattgreiđendur.

Annar stór kostur er ađ ekki ţarf ađ breyta bensínbílum til ađ aka um á 3% blönduđu metanóli og ţess má geta ađ ég fékk ţađ tćkifćri ađ aka um á ţessu eldsneyti í tilraunaskyni frá ţví í febrúar á ţessu ári. Gekk ţađ eins og í sögu.

Međ nýjum lögum um vörugjald á eldsneyti og ökutćki frá síđustu áramótum ţá leggjast ekki gjöld á íblöndunarefni í jarđefnaeldsneyti ef uppruni ţeirra er vistvćnn. Ef ég man rétt ţá er rúmlega helmingur eldsneytisverđ gjöld til hins opinbera.

Ef bensíniđ er blandađ 3% metanóli og kostnađarverđ metanólsins fyrir utan gjöld sé svipađ og bensín komiđ á dćlu ţá ćtti ađ vera hćgt ađ lćkka bensínverđiđ um 50% af 3% eđa um 1,5% sem vćri um 3 krónur og 5 aurar. Ţessir útreikningar auđvitađ mjög grófir hjá mér en gefa vísbendingu.

Leiđrétting kl. 09:38: Skv. skýrslu starfshóps fjármálaráđuneytisins frá 14. júlí 2011 um möguleg viđbrögđ stjórnvalda viđ hćkkuđu olíuverđi ţá eru gjöld fyrir utan virđisaukaskatt um 30% af eldsneytisverđinu. Virđisaukaskattur mun leggjast á metanóliđ og ţví samanlögđ gjöld međ vaskinum um 50%.

Ţví gćti lćkkunin numiđ 30% af 3% eđa 0,9% sem vćri um 2,10 ef lítrinn er í dag á 233 krónur.

Ţá fćri saman minni mengun, spörun á gjaldeyri og lćgra verđ. Frábćrt.

Viđbót kl. 12:12. Í ljósi athugasemdir viđ fćrsluna er rétt ađ nefna ađ orkuinnihald metanóls er mun minna en bensíns og etanól er ţar á milli. Mest orkuinnihald í dísilolíu.


mbl.is Bensín lćkkar hjá Atlantsolíu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mun Ísland greiđa 80 milljarđa króna í Evrópska stöđugleikasjóđinn?

Evruríkin 17 (af 27 ESB löndum) hafa samţykkt sáttmála um stofnun Evrópska stöđugleikasjóđsins (ESM - European Stability Mecanism) sem tekur til starfa í júní 2013.

Sjóđurinn er upp á 700 milljarđa evra og er tilgangur hans ađ koma evruríkjum sem lenda í fjárhagskröggum til bjargar.

Peningarnir koma, í ákveđnum hlutföllum skilgreint í sáttmálanum fyrrgreinda, frá ţjóđunum 17 sem mynda evrusvćđiđ. Ţar kemur m.a. fram ađ Malta ţarf ađ skuldbinda sig um jafnvirđi 81,9 milljarđa króna (0,0731% eđa 511,7 milljónir evra) og Eistland sem nýlega hefur gengiđ í gegnum miklar efnahagsţrengingar tekur á sig skuldbindingar upp á jafnvirđi 208,3 milljarđa króna (0,1860% eđa 1,3 milljarđa evra) svo tvö dćmi séu tekin.

Ný lönd sem ganga í ESB eru skyldug til ađ taka upp evru og um leiđ skyldug til ađ leggja fram sitt framlag í sjóđinn. Ekki er ólíklegt ađ framlag Íslands verđi svipađ og Möltu eđa um 80 milljarđar króna. Ef sjóđurinn ţarf á meira fé ađ halda eru öll löndin skyldug til ađ leggja honum til fé í sömu hlutföllum.

Sáttmálann um sjóđinn má lesa hér á vef ESB


mbl.is Samiđ fyrirfram um ESB umsókn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

D'oh!

Umrćđan um Landeyjahöfn er óskiljanleg, gengur nánast öll út á ađ höfnin sé rangt hönnuđ - og ţađ sem henni tilheyrir.

Ţetta er stađhćft aftur og aftur jafnvel ţó allir viti (eđa eigi ađ vita) ađ međal mikilvćgra forsenda viđ hönnun hafnarinnar voru ţćr ađ smíđa ţyrfti nýja ferju. M.ö.o ţá var vitađ fyrirfram ađ Herfjólfur vćri ekki nothćfur viđ ţessar ađstćđur.

Ergó: Hönnun hafnarinnar er í fínu lagi ef skipiđ sem á ađ nota passar í höfnina.

Loksins núna, einu ári eftir ađ höfnin var opnuđ, eru menn á ferđ og flugi um allan heim ađ leita ađ ferju sem passar í höfnina. Og finna enga. Já, skv. fréttum er engin ferja til í öllum heiminum sem passar fyrir Landeyjahöfn.

Hvers vegna í ósköpunum var ţessi ferjuleit ekki farin ÁĐUR en hafist var handa viđ ađ byggja höfnina? Ţá hefđu menn komist ađ sömu niđurstöđu og ţá hefđi veriđ gáfulegt ađ gera ţađ sem er veriđ ađ gera núna - frumhanna nýja ferju sem passar fyrir höfnina - og komast ađ ţví ađ hún kostar fjóra milljarđa.

Ţá hefđi veriđ hćgt ađ hefja smíđi ferjunnar á sama tíma og hafist var handa viđ hönnun og byggingu hafnarinnar. Og allur kostnađurinn - viđ höfn og ferju - hefđi legiđ fyrir frá upphafi.

Og ekki nóg međ ţađ. Hún hefđi virkađ og skattborgararnir hefđu losnađ viđ dýpkunarkostnađinn sem nálgast milljarđinn hratt - einn fjórđa af kostnađi viđ nýja ferju.

D'oh!


mbl.is Eimskip frumhannar nýja ferju
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţrjú ár frá upphafi lóđarmálsins. Borgin tefur međ ţví ađ gjörnýta áfrýjunarfrest

Ég er mikiđ spurđur um stöđuna í lóđarmálinu.

Reykjavíkurborg tapađi málinu í Hérađsdómi Reykjavíkur ţann 4. júlí 2011. Áđur hafđi ráđuneyti Samgöngu- og sveitarstjórnarmála (nú Innanríkisráđuneyti) einnig úrskurđađ borginni í óhag snemma árs 2010.

Borgin gjörnýtti 3 mánađa rétt sinn alveg upp á mínútu til ađ áfrýja málinu og gerđi ţađ 4. okt. 2011 og beitir ţví öllum mögulegum klćkjum til ađ tefja máliđ, ţó ákvörđun um áfrýjun hafi veriđ löngu tekin innan borgarinnar, í stađ ţess ađ reyna ađ fá úr málinu skoriđ sem fyrst.

Framundan er löng biđ eftir úrskurđi Hćstaréttar en lóđinni var skilađ 9. október 2008 og nú liđin 3 ár.


Hálffullt glas

Bölmóđur í fjölmiđlum yfir efnahagsástandi er sjaldan í réttu hlutfalli viđ raunveruleikann og sama á viđ ofurbjartsýni fjölmiđla ţegar góđćri stendur sem hćst.

Ţegar rýnt er í tölur ţá er ljóst ađ uppsveiflan er hafin. Ţađ má sjá á dagvöruverslun sem eykst og er vöxtur í öllum vöruflokkum nema fötum og skóm. Bílasala hefur aukist um 50% og ţinglýstir kaupsamningar á húsnćđi vaxiđ sömuleiđis.

Atvinnuleysi minnkar jafnt og ţétt og kaupmáttur launa skríđur örlítiđ upp á viđ. Steypusala hefur aukist og almenn raforkunotkun einnig. Kortanotkun hefur tekiđ mikinn kipp á ţriđja fjórđungi sem styđur viđ tölur um einkaneyslu sem hefur vaxiđ undanfarna ársfjórđunga.

Fjárfesting atvinnuveganna vex ţó hćgt fćri og ţrátt fyrir samdrátt í samneyslunni ţá hefur landsframleiđslan vaxiđ síđan haustiđ 2010 ađ raungildi eftir samdrátt í 11 ársfjórđunga í röđ.

Velta skv. virđisaukaskattsskýrslum vex nú í öllum atvinnugreinum nema byggingariđnađi en ţar dregur úr samdrćtti.

Já, mér sýnist á öllu ađ glasiđ sé hálffullt.


mbl.is Aukin velta í dagvöruverslunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Betri nýting fjárfestingar í raforkudreifikerfi međ vindrafstöđvum og sólarsellum

Pćling. 

Gríđarlegir fjármunir liggja í virkjunum fallvatna og jarđvarma, ekki síst í rafdreifikerfinu - stjórnbúnađi og raflínum - til ađ flytja raforkuna til heimila og fyrirtćkja. Hćgt vćri ađ nýta ţessa fjárfestingu enn betur međ ţví ađ afla meiri orku á ţessum virkjunarstöđum án verulegra umhverfisáhrifa.

Í Danmörku og víđar um heim hafa veriđ settar upp vindrafstöđvar á hafi úti og einnig er gríđarleg gróska í uppsetningu sólarsella sökum mikillar ţróunar á ţessu sviđi. M.a. má nefna ađ Ţjóđverjar hafa reist stćrstu vindmyllu heims sem framleiđir 7,5 MW sem getur séđ 7000 heimilum fyrir orku.

Ég velti fyrir mér hvort vćri hagkvćmt ađ reisa vindrafstöđvar sem stćđu úti í lónum vatnsaflsvirkjana og eđa innan um borholur á jarđhitasvćđum? Vćri hćgt ađ reisa sólarsellur viđ virkjanir og jafnvel á virkjununum sjálfum til ađ afla sólarorku?

Rafmagniđ yrđi flutt í gegnum raforkudreifikerfiđ sem ţegar er til stađar.


mbl.is Jarđskjálfti í Kötlu
Tenging viđ ţessa frétt hefur veriđ rofin vegna kvartana.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband