Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
Það er rétt hjá Birni Bjarnasyni að þjóðaratkvæðagreiðsla er rökrétt í framhaldi af því að Alþingi samþykki Icesave III.
Það er rétt ákvörðun hjá Bjarna Benediktssyni og forsystu Sjálfstæðisflokksins að ganga alla leið og samþykkja Icesave III. En um leið er það veikleikamerki hjá Bjarna að hann skuli ekki tala afdráttarlaust um þjóðaratkvæðagreiðslu.
Fyrir mig og þá sem hafa barist fyrir auknu lýðræði þá var Icesave himnasending og hvernig það þróaðist. Niðurstaðan er sú að Sjálfstæðismenn neyddust til að taka undir kröfur um þjóðaratkvæði og þeir viðhalda þeirri kröfu enn.
Í því samhengi er rétt að rifja upp hugmyndir sem ég hef sett fram á þessu bloggi um hvernig almennar reglur um þjóðaratkvæði ættu að vera. Þær ganga út á það að á þrennan hátt sé hægt að vísa máli til þjóðaratkvæðis.
Í fyrsta lagi geti minnihluti þings t.d. 1/3 þingmanna samþykkt tillögu á þingi þar að lútandi. Það myndi þýða að ef 21 þingmaður samþykkti þá færi málið þá leið. Þó þannig reglur séu ekki til í dag þá væri 21 þingmanni leikur einn að setja fram frumvarp í þessa veru.
Í öðru lagi þá gæti 10% kosningabærra manna óskað eftir þjóðaratkvæði um tiltekið mál. Þetta er hægt eins og sýnt var með Icesave II en þó vantar mun formlegri farveg um þetta.
Og í þriðja lagi hefði forseti þennan öryggisventil að geta synjað lögum staðfestingar og sent í þjóðaratkvæði. Sá réttur er nú þegar til staðar og rökrétt að forseti vísi Icesave III í þjóðaatkvæði og negli þannig niður þennan rétt skv. 26. grein stjórnarskrárinnar.
![]() |
Þjóðin eigi síðasta orðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Sunnudagur, 6. febrúar 2011 (breytt kl. 11:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það er rétt mat hjá forystu Sjálfstæðisflokksins að kjósa með Icesave III. Rétt gagnvart þjóðinni, rétt gagnvart meðlimum flokksins og rétt ákvörðun fyrir Bjarna sem formann flokksins.
Ég er sannfærður um að Íslendingar bera ekki ábyrgð á Icesave en í versta falli sé ábyrgðin sameiginleg milli okkar, Breta og Hollendinga og jafnvel ESB sem innleiddi gallað regluverk.
Ég var á móti Icesave I, ég var á móti Icesave II og skrifaði blogg og blaðagreinar gegn þeim ósvífnu samningnum og tók þátt aðgerðum við Bessastaði til að hvetja forseta Íslands til að synja Icesave II lögum staðfestingu.
Þjóðin staðfesti síðan í sögulegri atkvæðagreiðslu að hafna Icesave II. Það var gott gagnvart Icesave málinu og gríðarlega mikilvægt fyrir lýðræðisbaráttuna og viðurkenning á rétti forsetans til að synja lögum staðfestingar.
Að mínu mati er það rétt hagsmunamat þegar allt er tiltekið að samþykkja Icesave III. Og það styrkir Sjálfstæðisflokkinn málefnalega í nútíð en ekki síður í framtíð að ganga alla leið og samþykkja samninginn. Ekki sitja hjá og ekki greiða gegn eingöngu vegna þess að rangur flokkur eða ríkisstjórn flytur málið.
Ein lýðræðiskrafan sem hefur verið fyrirferðarmikil er að þingmenn séu málefnalegir og kjósi samkvæmt sannfæringu sinni og lúti ekki flokksræði í einu og öllu. Atkvæðagreiðsla um Icesave III sýnir áhugaverða og jákvæða breytingu í þá átt.
Alls ekki má útiloka þjóðaratkvæðagreiðslu en í því samhengi vil ég minna á hugmyndir sem ég hef sett fram hér á þessu bloggi og fleiri víðar. Þær ganga út á það að á þrennan hátt sé hægt að vísa máli til þjóðaratkvæðis.
Í fyrsta lagi geti minnihluti þings t.d. 1/3 þingmanna samþykkt tillögu á þingi þar að lútandi. Það myndi þýða að ef 21 þingmaður samþykkti þá færi málið þá leið. Í öðru lagi þá gæti 10% kosningabærra manna óskað eftir þjóðaratkvæði um tiltekið mál. Og í þriðja lagi hefði forseti þennan öryggisventil að geta synjað lögum staðfestingar og sent í þjóðaratkvæði.
Ég tel að Bjarni Benediktsson sé í þessu máli í fyrsta skipti að sýna að hann geti verið leiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Bjarni segir réttilega að leiðtogi eigi ekki að reyna að þóknast öllum flokksmönnum. Úr því verður ekkert.
Þegar umdeild mál eru til umfjöllunar og ákvörðunar þá skiptir leiðtoginn einmitt miklu máli. Bjarni þarf að standa í lappirnar í þessu máli til að senda skýr skilaboð um að hann er leiðtoginn og að hagsmunaklíkur stjórni ekki flokknum bakvið tjöldin.
Hann þarf síðan að standa og falla með sínum ákvörðunum í kosningu á landsfundi og almennum þingkosningum.
![]() |
„Sætti mig við þessi málalok“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Laugardagur, 5. febrúar 2011 (breytt kl. 17:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (45)
Um bloggið
Vangaveltur Egils
Eldri færslur
2015
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Síður
- Lýðræðislegar umbætur á íslenska lýðveldinu
- Andsvar Brimborgar til borgarráðs 5. janúar 2009
- Erindi til Alþingis um etanól bíla - mars 2007
- Erindi til Alþingis um etanól bíla - Nóv. 2006
- Stöðugleikastýrikerfi í bílum bjargar mörgum mannslífum
- 3. Spurningar um menntamál
- 2. Spurningar um umhverfismál
- 1. Spurningar um samgöngu- og umferðaröryggismál
- Björt framtíð bílgreinarinnar og samfélagsleg ábyrgð
- Neytendur eru skynsamir
- [ Fleiri fastar síður ]
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar