Bloggfćrslur mánađarins, maí 2011

Hvernig eignast mađur bók?

Í nýliđinni viku sá ég grein eftir Jón Kalman Stefánsson í Fréttablađinu. Minn uppáhaldshöfundur eftir ađ Harmur englanna kom, ein jólin, á heimiliđ.

Nú er ég staddur á bls. 59 í kiljunni Snarkiđ í stjörnunum í kjölfar heimsóknar í Eymundsson á Skólavörđustíg í vikunni á undan vikunni sem leiđ og fengiđ mér Cappuchino.

Í ţessari viku, nánar tiltekiđ Í kvöld, kom konan heim úr vinnunni međ glćnýtt eintak af Harmi englanna, síđasta harđkápueintakiđ í bćnum. Hundur vinnufélagans hafđi étiđ eintakiđ okkar.


Pólitískt leikrit. Fimm stjörnur

Leikmyndahönnuđirnir hafa unniđ kraftaverk og gert umgjörđina um verkiđ mjög raunverulega. Áhorfendur sitja í hálfhring um sviđiđ og tákna lýđinn - fólkiđ í landinu - sem daginn út og inn er neytt, gegnum fjölmiđla, til ađ horfa áhrifalaust á pólitísk leikrit.

Lokaatriđiđ er einstaklega áhrifaríkt.

„Viđ látum ţá bara kjósa um kvótann" hljómar skrćkri röddu um leiđ og hurđ á skrifstofunni opnast. Forsćtisráđherrann sest mćđulega í stól viđ ţunglamalegt skrifborđ og hvíslar ađ ađstođarmanni sínum ađ ota frétt um kvótakosningu ađ sínum manni á Fréttatímamorgundagblađinu.

Fulltrúi atvinnurekenda verđur rauđur í framan af brćđi og spyr hvort virkilega eigi ađ kollvarpa undirstöđuatvinnuvegi ţjóđarinnar, stormar burt af sviđinu og gengur beint í flasiđ á verkalýđsforingjanum sem á dramatískan hátt hótar alsherjarverkfalli.

Tjaldiđ fellur. Áhorfendur standa upp og klappinu ćtlar aldrei ađ linna. Nćstum raunverulegt segja menn viđ hvorn annan á leiđinni út í snjóinn ţar sem lífiđ gengur sinn vanagang.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband